Ingimar Guðjónsson (1935-78)

Ingimar Guðjónsson harmonikkuleikari lék með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma, þeirra á meðal voru Tónatríóið og Ásar. Ingimar kom ennfremur oft fram á böllum og öðrum skemmtunum einn með nikkuna. Ingimar (fæddur 1935) var upphaflega Strandamaður en fluttist til Reykjavíkur um tvítugt hvar hann starfaði við tónlist til æviloka, hans aðalstarf var þó akstur með…

Tónatríóið [1] (1950-76)

Hljómsveitin Tónatríóið (einnig nefnt Tríó Arnþórs Jónssonar / Tríó Adda rokk) starfaði allan sjötta áratug tuttugustu aldarinnar og eitthvað fram á þann áttunda undir styrkri stjórn Arnþórs Jónssonar (Adda rokk) söngvara en hann lék líklega einnig á gítar eða bassa. Yfirleitt var um tríó að ræða en stundum var sveitin þó skipuð fjórum mönnum. Þá léku…