Pétur Kristjánsson og fleiri komnir í gagnagrunn Glatkistunnar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en um þrjátíu og fimm flytjendur tónlistar bættust í hann í maímánuði. Sem fyrr er þar bæði um að ræða einstaklinga og hljómsveitir auk kóra og annarra flytjenda en meðal þekktra nafna má nefna Pétur Kristjánsson söngvara, Pál Ísólfsson tónskáld, Pál Kr. Pálsson orgelleikara, Pétur Á. Jónsson óperusöngvara og Pál…

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar enn

Nokkrir tugir „spjalda“ bættust í gagnagrunn Glatkistunnar í dag og nú eru þau orðin 1286 talsins en vefsíðan telur yfir tvö þúsund færslur, nú þegar rétt um ár er liðið síðan hún fór í loftið. Meðal hljómsveita og flytjenda sem bættust í hópinn í dag eru Karl Jónatansson, Karl J. Sighvatsson, Kammerkórinn, Kamarorghestar og Kaktus,…

Glatkistan.is – nýr vefur um íslenska tónlist

Glatkistan.is er nýr íslenskur tónlistarvefur. Vefurinn mun hafa að geyma ýmsar fréttir tengdar íslensku tónlistarlífi, greinar um íslenska tónlist, plötuumfjallanir, textasafn, tenglasafn og margt fleira sem þykir sjálfsagt á slíkum tónlistarmiðli en er á engan hátt hugsaður sem einhvers konar samkeppni til höfuðs þeim síðum sem bjóða upp á tónlist til hlustunar eða sölu. Rúsínan…