Bjarni Þorsteinsson (1861-1938)

Nafni og minningu sr. Bjarna Þorsteinssonar verður vafalaust haldið á lofti um aldur og ævi en hann safnaði þjóðlögum og gaf út á bók og stuðlaði þannig að varðveislu menningararfs sem annars hefði glatast, hann var aukinheldur tónskáld og margt fleira. Bjarni fæddist á Mýrunum haustið 1861 og ólst upp við tónlist án þess þó…

Engel Lund (1900-96)

Nafn Engel Lund er vel þekkt meðal tónlistaráhugafólks sem komið er fram yfir miðjan aldur en þessi þjóðlagasöngkona og síðar söngkennari er mikils metin innan þjóðlagahefðarinnar og er alveg óhætt að tala um hana sem fyrstu heimsfrægu söngkonu Íslands, þótt fáir þeirra yngri þekkti til hennar og afreka hennar. Engel Lund (iðulega nefnd Gagga Lund)…