Slagverkur (1984)

Nýbylgjusveitin Slagverkur starfaði árið 1984, líklega aðeins í fáeina mánuði en á þeim tíma lék sveitin á nokkrum tónleikum og sendi frá sér tvö lög á safnkassettu. Slagverkur birtist fyrst á tónleikum um vorið 1984 og lék þá nokkuð um sumarið, m.a. var hún á dagskrá Viðeyjar-hátíðarinnar frægu um verslunarmannahelgina en óvíst er hvort sveitin…

Risaeðlan (1984-96)

Hljómsveitin Risaeðlan skipar sér í flokk með Smekkleysu-hljómsveitum og flytjendum eins og Sykurmolunum, Björk, Ham og Bless sem e.t.v. hlutu meiri athygli á erlendri grundu en íslenskri, Hljómsveitin var stofnuð í árbyrjun 1984 og var upphaflega sett saman fyrir eina menntaskólauppákomu, meðlimir þessarar fyrstu útgáfu Risaeðlunnar voru Sigurður Guðmundsson gítarleikari, Ívar Ragnarsson bassaleikari, Margrét Örnólfsdóttir…

Jazzhljómsveit Konráðs Bé (1990-91)

Jazzhljómsveit Konráðs Bé er líklega ein af þeim sveitum sem hefur fengið á sig nánast goðsagnakenndan blæ án þess þó að hinn almenni borgari hafi nokkurn tímann heyrt af henni, margir kannast þó við eina lag sveitarinnar sem hún sendi frá sér og er spilað um hver jól í útvarpi. Sveitin sem var súperband, myndað…