Jakob Lárusson (1909-2000)

Jakob Lárusson píanóleikari (1909-2000) var ekki áberandi í íslensku tónlistarlífi en hann starfrækti Tríó Jakobs Lárussonar (stundum einnig kallað Konkúrrantarnir) á síðari hluta fjórða áratugar síðustu aldar á Siglufirði þegar síldin setti svip sinn á bæjarlífið þar. Jakob kenndi á píanó bæði sunnan heiða og norðan, og heyrðist píanóleikur hans einnig leikinn í útvarpinu í…

Tríó Jakobs Lárussonar (1937)

Um Tríó Jakobs Lárussonar er lítið að finna, ein heimild segir sveitina hafa gengið undir nafninu Konkúrrantarnir en sveitin mun hafa starfað á Siglufirði 1937, væntanlega í tengslum við fjölskrúðugt mannlíf þar á síldarárunum. Tríóið skipaði Jakob Lárusson (sem að öllum líkindum lék á píanó), Kristján Þorkelsson saxófónleikara og Þórð Kristinsson, ekki er ljóst hvaða…