Spooky boogie (1996-97)

Hljómsveitin Spooky boogie var starfrækt í nokkra mánuði undir lok síðustu aldar en meðlimir sveitarinnar voru allir kunnir fyrir störf sín með ballsveitum sem flestar voru þó á þessum tíma í pásu. Sveitin sendi frá sér eina plötu sem að mestu var skipuð ábreiðulögum af fönk- og diskóættinni. Spooky boogie kom fyrst fram á sjónarsviðið…

Smuraparnir (1994)

Smuraparnir (Smurapar) var djass- eða bræðingshljómsveit sem lék töluvert opinberlega vorið og sumarið 1994, m.a. á uppákomu tengdri Listahátíð í Reykjavík. Sveitin var að mestu skipuð þeim sömu og þá skipuðu Tamlasveit Egils Ólafssonar en upphaflega átti sú sveit að bera Smurapa-nafnið. Meðlimir hennar voru Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og…

Tutto bene (1993)

Tutto bene var skammlíf ballhljómsveit sem starfaði sumarið 1993. Meðlimir sveitarinnar voru söngkonurnar Anna Karen Kristinsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir sem þá höfðu sungið með hljómsveitinni Kandís, Grettir Sigurðsson [bassaleikari ?], Baldur Sigurðarson (Ofur Baldur) hljómborðsleikari og James Olsen trommuleikari.

Tríó Kristjáns Guðmundssonar (1989-97)

Kristján Guðmundsson píanóleikari starfrækti um tíma tríó sem þó virðist ekki hafa starfað alveg samfleytt. Fyrst er þess getið 1989 og 90 en Kristján bjó þá líklegast á Akureyri og starfrækti tríóið þar, engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi þeirrar útgáfu. 1994 til 97 virðist Kristján vera með tríó á höfuðborgarsvæðinu og a.m.k. um tíma…

Sangria (1997-98)

Hljómsveitin Sangria (einnig kölluð Sandgryfja um tíma) lék á ballstöðum höfuðborgarinnar og eflaust víðar á árunum 1997-98. Meðlimir Sangriu voru allmargir þann tíma sem sveitin starfandi en þeirra á meðal voru Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Jens Hansson saxófónleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari, James Olsen söngvari og trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Rúnar Georgsson saxófónleikari og sjálfsagt fleiri.

Kandís [1] (1992-93)

Hljómsveitin Kandís var fremur skammlíf soulhljómsveit sem kom með nokkrum látum inn á sjónarsviðið en hvarf þaðan jafnharðan aftur. Kandís var stofnuð haustið 1992 af Kanadamanninum George Grosman en honum hafði boðist að vera með tvö lög á safnplötunni Lagasafnið 2 sem þá var væntanleg fyrir jólin, sveitin var stofnuð í þeim tilgangi. Annað lagið…

Red house (1991-93)

Blússveitin Red house fór mikinn í blúsdeild skemmtistaða borgarinnar á árunum 1991-93. Sveitin sem kom fyrst fram vorið 1991 var tríó, skipað Færeyingnum James Olsen trommuleikara, Pétri Kolbeinssyni bassaleikara og Kanadamanninum Georg Grosman söngvara og gítarleikara. Red house lék mestmegnis á skemmtistaðnum Gikknum við Ármúla en einnig á ýmsum blústengdum samkomum. Örlygur Guðmundsson hljómborðsleikari lék…