Tríó Kristjáns Guðmundssonar (1989-97)

Kristján Guðmundsson píanóleikari starfrækti um tíma tríó sem þó virðist ekki hafa starfað alveg samfleytt.

Fyrst er þess getið 1989 og 90 en Kristján bjó þá líklegast á Akureyri og starfrækti tríóið þar, engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi þeirrar útgáfu.

1994 til 97 virðist Kristján vera með tríó á höfuðborgarsvæðinu og a.m.k. um tíma störfuðu Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari og James Olsen söngvari með honum, á djasshátíð á Selfossi 1997 voru það hins vegar Gunnlaugur Guðmundsson kontrabassaleikari og Gunnar Jónsson trommuleikari sem léku með Kristjáni. Fleiri gætu hafa komið við sögu tríósins.