Djellý systur (1982-86)

Kvennahljómsveitin Djellý systur úr Kópavoginum starfaði á árunum 1982-86, í kjölfar vinsælda Grýlnanna sem þá voru á toppi ferils síns. Djellý systur (einnig ritað Jelly systur) voru stofnaðar í Kvennaskólanum í Reykjavík og komu fyrst fram sem skemmmtiatriði á uppákomu í skólanum vorið 1982. Upphaflegir meðlimir hljómsveitarinnar voru þær Ragna Gunnarsdóttir hljómborðsleikari, Elísabet Sveinsdóttir trommuleikari,…

Landshornarokkarar (1981-85)

Hljómsveitin Landshornarokkarar var stofnuð vorið 1981 en hana skipuðu þremenningarnir Axel Einarsson söngvari og gítarleikari, Ágúst Ragnarsson bassaleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Sveitin spilaði víða á sveitaböllum þá um sumarið og næsta sumar (1982) en svo spurðist lítið til hennar þar til vorið 1984, að hún fór í samstarf með kvennasveitinni Jelly systur og herjaði…

Rokkgengið (1985)

Rokkgengið var samstarfsverkefni hljómsveitanna Landshornarokkara og Jelly systra, sumarið 1985. Þá fóru þessar tvær sveitir um landið og léku á sveitaböllum undir nafninu Rokkgengið.