Sultur [1] (1992-94)

Rokksveitin Sultur var stofnuð árið 1992 og virðist fyrst í stað hafa gengið undir nafninu Hiti en meðlimir hennar komu að mestu leyti úr hljómsveitinni Leiksviði fáránleikans. Sveitin starfaði til ársins 1994 og lék frumsamið rokk, mestmegnis á Púlsinum við Vitastíg (sem fékk síðan nafnið Plúsinn) og að öllum líkindum einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Sults…

Vonbrigði (1981-86 / 2001-)

Í hugum flestra er hljómsveitin Vonbrigði sterkbundin ímynd kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík (1982) enda ómaði upphafslag myndarinnar (Ó, Reykjavík) flutt af sveitinni, í partíum og útvarpi lengi vel á eftir og hefur þannig orðið samofið pönkinu og þeirri bylgju sem fylgdi á eftir. Það var þó varla nema í byrjun sem spyrða má Vonbrigði við…

Englaryk (1978-81)

Pönksveitin Englaryk var annar undanfari hljómsveitarinnar Vonbrigða, sem síðar varð hlutgervingur íslensks pönks enda átti titillag þeirrar sveitar ekki lítinn þátt í að kynna kvikmyndina Rokk í Reykjavík. Englaryk mun hafa verið nokkuð langlíf sveit á þess tíma mælikvarða, hún var líklega stofnuð 1978 af þeim Jóhanni Vilhjálmssyni gítarleikara, Jökli Friðfinnssyni bassaleikara, Grétari [?] og…