Hugsjón [3] (1989-92)

Hljómsveitin Hugsjón var unglingahljómsveit sem starfaði í Keflavík í kringum 1990 en sveitin starfaði í nokkur ár, þó með hléum. Hugsjón mun hafa verið stofnuð árið 1989 af þeim Einari Jónssyni gítarleikara og Jóni Ó Erlendssyni trommuleikara en fleiri gengu svo til liðs við sveitina í kjölfarið, mest voru sex meðlimir í Hugsjón en árið…

Small band (1995-96)

Small band var pöbbadúett eða hljómsveit sem lék í fáein skipti 1995 og 1996. Meðlimir sveitarinnar voru þau Jóhann Fr. Álfþórsson og Jóhanna Harðardóttir, upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra liggja ekki fyrir og er því óskað eftir þeim.

Blush (1996-98)

Hljómsveitin Blush birtist á sjónarsviðinu með plötu haustið 1997 en fljótlega eftir það dó sveitin drottni sínum. Sveitin var stofnuð haustið 1996 og rétt um ári síðar hóf hún að leika á öldurhúsum borgarinnar með það fyrir markmiði að kynna væntanlega plötu sem síðan kom út í nóvember 1997. Meðlimir Blush voru þá Þór Sigurðsson…

Lexía [2] (1977-93)

Lexía hét húnversk hljómsveit og þótti öflug í sveitaballamenningunni norðan lands á sínum tíma. Hún afrekaði að koma út einni plötu, en það var fyrsta platan sem gefin var út í Húnvatnssýslu. Hljómsveitin var stofnuð 1977 að Laugarbakka í Miðfirði og var lengi skipuð mönnum úr sveitinni í kring, þeir voru Axel Sigurgeirsson trommuleikari, Björgvin…