Hljómsveit Jóhannesar Péturssonar (1957-75)

Harmonikkuleikarinn Jóhannes Pétursson (Jói P.) starfrækti hljómsveitir í eigin nafni þó ekki væri um samfellt samstarf að ræða í þeim efnum, þessar sveitir gengu stundum undir nöfnunum Hljómsveit Jóhannesar Péturssonar eða Jóhannes Pétursson og félagar, eða voru jafnvel nafnlausar eins og t.a.m. þegar hann var í samstarfi við Skapta Ólafsson trommuleikara (og söngvara) einan eða…

Suicidal diarrhea (1992-93)

Hljómsveitin Suicidal diarrhea starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og lék eins og nærri má geta dauðarokk en sjálfir skilgreindu þeir tónlistina sem nýbylgjupönk. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1992 þegar hún spilaði á listahátíð Fellahellis og svo aftur að ári, en þá um vorið (1993) var sveitin jafnframt meðal þátttökusveita…

Standard (1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Standard starfaði um hríð á Fáskrúðsfirði – líklega um nokkurra mánaða skeið, á þeim tíma náði hún að koma suður til Reykjavíkur haustið 1980 og leika í Klúbbnum en um svipað leyti kom út kassetta með sveitinni sem bar einfaldlega nafnið Demo en hún hafði verið tekin upp í Stúdíó Bimbó…

Melkorka [1] (um 1975)

Hljómsveit að nafni Melkorka starfaði á austanverðu landinu, jafnvel á Stöðvarfirði eða þar í kring líklega um miðjan áttunda áratuginn – nákvæmari tímasetning eða staðsetning liggur ekki fyrir. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kjartan Ólafsson hljómborðsleikari, Jóhannes Pétursson bassaleikari, Þórarinn Óðinsson trommuleikari, Garðar Harðarson gítarleikari og Sigurður Á. Pétursson söngvari. Allar frekari upplýsingar um hina austfirsku…

Bismarck (1981-82)

Litlar upplýsingar finnast um hljómsveitina Bismarck frá Stöðvarfirði, svo virðist sem hún hafi verið starfandi árið 1981 og voru þá Garðar Harðarson bassaleikari, Páll [?] gítarleikari, Þórður [?] trommuleikari og Magnús Axel Hansen gítarleikari í sveitinni. Árið 1982 sendi sveitin frá sér plötuna Ef vill en þá var hún orðin að tríói Garðars, Magnúsar og…