Afmælisbörn 2. nóvember 2025

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar níu talsins: Troels Bendtsen á áttatíu og tveggja ára afmæli á þessum degi. Troels var einkum þekktur fyrir framlag sitt í Savanna tríóinu og Þremur á palli en báðar sveitirnar nutu vinsælda á sjöunda áratugnum, síðarnefnda sveitin starfaði einkum í nánu samstarfi við Jónas Árnason og leikhúsið en…

Jójó [1] (1971-72)

Hljómsveit sem bar nafnið Jójó var skólahljómsveit í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði veturinn 1971-72. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Björnsson (Siggi Björns) gítarleikari, Benedikt Helgi Benediktsson trommuleikari og Ísólfur Gylfi Pálmason bassaleikari (síðar alþingismaður). Sveitin starfaði aðeins þennan eina vetur þrátt fyrir áætlanir um lengra samstarf.

Jójó [2] (1985-86)

Litlar upplýsingar er að finna um rangæsku hljómsveitina Jójó sem var líklega starfandi um miðjan níunda áratug liðinnar aldar, hugsanlega í nokkur ár. Meðlimir þessarar sveitar, sem einkum lagði áherslu á árshátíðir og þorrablót, voru Tryggvi Sveinbjörnsson, Jón Ólafsson, Hjörtur Heiðdal, Jón Þorsteinsson og Hafsteinn Eyvindsson. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan Jójó var en allar…

Jójó [3] (1988-93)

Hljómsveitin Jójó frá Skagaströnd er ein þeirra sveita sem hefur sigrað Músíktilraunir Tónabæjar en ekki nýtt sér sigurinn sem stökkpall til frekari afreka. Sveitin gaf út nokkur lög á safnplötum en sendi aldrei frá sér plötu. Sveitin hafði árið 1987 keppt undir nafninu Rocky og komist í úrslit Músíktilraunanna en þá voru í sveitinni Ingimar…

Pöbb-bandið Rockola (1984-85)

Hljómsveitin Rockola kenndi sig iðulega við Pöbb-inn við Hverfisgötu og var því ævinlega nefnd Pöbb-bandið Rockola. Sveitin spilaði veturinn 1984-85 á umræddum stað og um jólaleytið 1984 gaf hún út fjögurra laga tólf tommu plötu með aðstoð Pöbb-sins, sem hafði að geyma jólalög. Þeim til aðstoðar á plötunni var m.a. trúbadorinn JoJo en hann samdi tvö…

Rocky (1987)

Hljómsveitin Rocky frá Skagaströnd var stofnuð vorið 1987 og keppti stuttu síðar í Músíktilraunum. Þar gekk sveitinni nokkuð vel, vakti nokkra athygli og komst í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Viggó Magnússon bassaleikari, Jón Arnarson gítarleikari, Kristján Blöndal trommuleikari og Ingimar Oddsson söngvari. Árangurinn varð meðlimum sveitarinnar hvatning og endurtóku þeir leikinn næsta ár í…