Hnakkarnir (2007)

Kántrísveitin Hnakkarnir var skammlíf hljómsveit sem starfaði á Norðfirði sumarið 2007 en sveitin lék þá á fáeinum uppákomum s.s. á opnunarhátíð álversins á Reyðarfirði. Hnakkarnir munu hafa verið eins konar útibú frá hljómsveit Ágústs Ármanns Þorlákssonar en meðlimir sveitarinnar voru auk Ágústs Ármanns sem lék á hljómborð og munnhörpu, þau Guðmundur Rafnkell Gíslason söngvari og…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [2] (1997-2011)

Árið 1997 var sett á laggirnar hljómsveit austur á Norðfirði sem átti næstu árin eftir að leika á dansleikjum og tónlistarsýningum í tengslum við öflugt tónlistarstarf Austfirðinga og einkum Norðfirðinga, þ.á.m. á Austfirðingaböllum í Reykjavík, slíkar sýningar höfðu þó verið settar á svið fyrir austan í fjölmörg ár á undan. Hljómsveitin eða hljómsveitirnar áttu það…

Síva (1994-97)

Hljómsveitin Síva (Siva) var danshljómsveit starfandi á Norðfirði um miðbik tíunda áratugarins en sveitin lék einkum á heimaslóðum fyrir austan. Síva var stofnuð árið 1994 upp úr annarri sveit sem bar nafnið Allodimmug (Allod immug) en meðlimir sveitarinnar voru þeir Hálfdan Steinþórsson söngvari, Jón Knútur Ásmundsson trommuleikari, Fjalar Jóhannsson bassaleikari, Jón Hilmar Kárason gítarleikari og…

Blúsbrot Garðars Harðarsonar (1995-)

Blúbrot Garðars Harðarsonar hefur starfað frá árinu 1995 að minnsta kosti en þá kom hún fyrst fram á Jazzhátíð Egilsstaða. Sveitin gekk fyrstu árin undir nafninu Blúsband Garðars Harðarsonar en síðar var nafni hennar breytt í Blúsbrot Garðars Harðarsonar. Upphaflega gerði hún út frá Stöðvarfirði þaðan sem Garðar kemur en síðan má segja að sveitin…

Jazzhátíð Egilsstaða [tónlistarviðburður] (1988-)

Jazzhátíð Egilsstaða er elsta djasstónlistarhátíð landsins en hún hefur verið haldin árlega samfleytt síðan sumarið 1988. Það var að frumkvæði Árna Ísleifssonar sem hátíðin var sett á laggirnar en hugmyndin ku hafa fæðst er þeir Steinþór Steingrímsson (KK-sextett o.fl.) áttu samtal á gönguferð um Egilsstaði, Árni var þá nýfluttur austur. Árni hélt utan um hátíðina allt…