Beitarhúsamenn (um 1970)

Beitarhúsamenn mun hafa verið tríó starfrækt í Kennaraskólanum á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Fyrir liggur að Jón Jónasson gítarleikari (Randver o.fl.) var í þessari sveit en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar.

Tíglar [3] (1966)

Tíglar störfuðu í Borgarnesi árið 1966 og jafnvel lengur. Um var að ræða unglingasveit en meðlimir hennar voru Ásmundur Ólafsson bassaleikari, Jón Jónasson gítarleikari (síðar Randver o.fl.), Jónas Jónsson söngvari, Ólafur Ágúst Þorbjörnsson gítarleikari, Sveinn Ágúst Guðmundsson trommuleikari og Trausti Jóhannsson orgelleikari. Gísli Jóhannsson gítarleikari var einnig um tíma í Tíglum, að öllum líkindum hafði…

Randver (1974-79)

Hljómsveitin Randver naut vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar fyrir skemmtilega texta við lög úr ýmsum áttum. Sveitin var afkastamikil á þeim fimm árum sem hún starfaði og gaf á þeim tíma út þrjár plötur en hvarf að því búnu jafn snögglega og hún birtist upphaflega, í lok áratugarins. Tilurð og langur líftími Randvers var…