Sammi brunavörður (1993-96)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sammi brunavörður starfaði í Heppuskóla á Höfn í Hornafirði undir lok síðustu aldar og var sveitin því skipuð meðlimum á unglingsaldri. Að öllum líkindum starfaði sveitin á árunum 1993 til 96 en ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um hana, Jóhann Ingi Sigurðsson sem síðar var gítarleikari í Changer og Þórður…

Afró (2000)

Hornfirska þungarokkssveitin Afró var starfandi í kringum aldamótin og keppti í Músíktilraunum árið 2000. Þá var sveitin skipuð þeim Jóni Karli Jónssyni söngvara og gítarleikara, Rögnvaldi Ómari Reynissyni bassaleikara, Eymundi Inga Ragnarssyni trommuleikara og Friðriki Jónssyni söngvara og gítarleikara. Sveitin komst ekki áfram í úrslit tilraunanna. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Bensidrín (1999-2002)

Bensidrín var hornfirsk pönksveit starfandi 1999 en þá keppti hún í Músíktilraunum, komst áfram í úrslit en hafði þar ekki erindi sem erfiði. Meðlimir sveitarinnar voru þá Arnar Freyr Björnsson söngvari, Friðrik Jónsson gítarleikari, Hafsteinn Halldórsson söngvari, Jón Karl Jónsson gítarleikari, Páll Birgir Jónsson trommuleikari og Rögnvaldur Ómar Reynisson bassaleikari. Sveitin var skammlíf en kom…