Hljómsveit Reykjavíkur [2] (1925-47)

Hljómsveit hafði verið sett á laggirnar í tengslum við konungskomu Kristjáns X árið 1921, undir nafninu Hljómsveit Reykjavíkur og hafði sú sveit starfað í fáein ár við kröpp kjör áður en hún lognaðist endanlega útaf haustið 1924. Þessi sveit hafði verið sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis en um var að ræða litla sinfóníuhljómsveit – um…

Söngfélag Ísfirðinga (1876-1906)

Söngfélag Ísfirðinga eða Söngfélag Ísafjarðar var eitt eða fleiri söngfélag/kór sem starfaði í kringum aldamótin 1900 á Ísafirði, ekki er ólíklegt að um hafi verið að ræða nokkur söngfélög sem störfuðu hvert í kjölfar annarra en heimildir eru margar fremur misvísandi og vísa sumar hverjar þvert á aðrar. Það mun hafa verið Björn Kristjánsson sem…

Nautsauga (1987-88)

Hljómsveitin Nautsauga starfaði á Akureyri 1987 – 88, að öllum líkindum í stuttan tíma. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Valgeir Einarsson trommuleikari, Guðbrandur Guðlaugsson gítarleikari, Jón Freysson gítarlekari, Guðmundur Stefánsson bassaleikari, Jón Laxdal söngvari og Jónas Reynisson söngvari. Nautsauga var í rokkaðri kantinum.