UF-útgáfan [útgáfufyrirtæki] (1966-67)

UF-útgáfan (U.F. útgáfan) var skammlíf hljómplötuútgáfa í eigu Jóns Lýðssonar (síðar Karlssonar) en hún starfaði á árunum 1966-67. Aðeins komu út tvær plötur undir merkjum útgáfunnar en það voru smáskífur með Pónik og Einari og Dúmbó og Steina.

Sexin (1963-64)

Hljómsveitin Sexin starfaði veturinn 1963-64 og mun mestmegnis hafa spilað í Silfurtunglinu. Meðlimir hennar voru Jón Tynes [bassaleikari?], Magnús Eiríksson gítarleikari, Jón Lýðsson trommuleikari, Guðni Pálsson saxófónleikari, Eyjólfur Melsteð trompetleikari og Guðmundur Frímannsson sem líklega lék á gítar, allir fremur ungir að árum. Vorið 1964 var auglýst sérstaklega að sveitin léki lög með Beatles.

Skuggasveinar [1] (1963-64)

Skuggasveinar hinir fyrstu var hljómsveit í anda The Shadows, um var að ræða sveit sem lagði áherslu á gítarlaglínur en einnig sungu gestasöngvarar með henni eins og títt var um hljómsveitir þess tíma. Sveitin starfaði á árunum 1963-64 eða rétt áður en The Beatles komu á sjónarsviðið með látum og kollvörpuðu öllum hugmyndum manna um…