Skuggasveinar [1] (1963-64)

engin mynd tiltækSkuggasveinar hinir fyrstu var hljómsveit í anda The Shadows, um var að ræða sveit sem lagði áherslu á gítarlaglínur en einnig sungu gestasöngvarar með henni eins og títt var um hljómsveitir þess tíma. Sveitin starfaði á árunum 1963-64 eða rétt áður en The Beatles komu á sjónarsviðið með látum og kollvörpuðu öllum hugmyndum manna um hvernig hljómsveitir ættu að hljóma. Ekki er útilokað að Skuggasveinar hafi jafnvel byrjað enn fyrr.

Meðlimir Skuggasveina voru Magnús Eiríksson gítarleikari, Þorsteinn Þorsteinsson bassaleikari, Egill [?] gítarleikari og Jón Lýðsson (síðar Karlsson) trommuleikari. Sem fyrr segir sungu gestasöngvarar með sveitinni og má þar nefna Rósu Ingólfsdóttur, Sigga Johnny og Hörð [?].

Skuggasveinar hættu störfum þegar bítlamanían brast á.