Skuggasveinar [3] (2008)

engin mynd tiltækPlatan Minni karla frá árinu 2008 hafði að geyma lög úr fórum Tony Joe White, Bandaríkjamanns sem menn hafa í gegnum tíðina tengt fenjarokki. Textarnir á plötunni eru eftir Braga Valdimar Skúlason.

Sveitin sem spilaði undir kallaði sig Skuggasveina en hún var skipuð þeim Guðmundi Kristni Jónssyni, Guðmundi Péturssyni, Kristni Snæ Agnarssyni, Mikael Svensson, Eyjólfi Þorleifssyni, Jim Hoke, John Hinchey, Samúel Jóni Samúelssyni, Snorra Sigurðssyni, Steve Herrman og Chris Carmichael.

Söngvarar voru Þorsteinn Einarsson, Ragnar Kjartansson, Magnús Eiríksson, Óttarr Proppé, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Pálsson, Megas, Jens Ólafsson, Vilhelm Anton Jónsson og Karl Sigurðsson.

Platan fékk frekar góða dóma í Morgunblaðinu og tímaritinu Monitor.

Efni á plötum