Burkni bláálfur (1993)

Hljómsveitin Burkni bláálfur frá Höfn í Hornafirði tók þátt í Músíktilraunum vorið 1993 án þess þó að komast í úrslit keppninnar. Meðlimir Burkna bláálfs voru Sigfús Már Þorsteinsson bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari og Eymundur Ragnarsson trommuleikari. Sveitin lék þungt rokk og var án söngvara. Einhverjir fleiri munu hafa komið við sögu sveitarinnar en upplýsingar um…

Tónalín [annað] (1952)

Snemma á sjötta áratug síðustu aldar var gerð tilraun hér á landi til að smíða harmonikku, af fjöldaframleiðslu varð þó aldrei. Það var Jóhannes G. Jóhannesson harmonikkuleikari og hljóðfæraviðgerðamaður sem átti hugmyndina af því að smíða harmonikku sem átti að vera á milli þess að vera hnappa- og píanóharmonikka en slíkt hefði þá verið nýjung.…

Ingibjörg Sigurðardóttir frá Bjálmholti (1909-98)

Tónlist Ingibjargar Sigurðardóttur frá Bjálmholti kom óvænt upp á yfirborðið þegar sveitungi hennar kynntist henni og stóð fyrir útgáfu á lögum eftir þessa alþýðukonu. Ingibjörg (Kristín) Sigurðardóttir, venjulega kölluð Minna, fæddist 1909 og bjó alla tíð í Bjálmholti í Rangárvallasýslu þar sem hún var borin og barnfædd. Minna hóf snemma að semja tónlist og líkast…

Dyslexia (1992)

Dyslexia var dauðarokkssveit starfandi í Eiðaskóla en gæti hafa verið frá Höfn í Hornafirði. Sigurður Pálmason bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari, Grétar Mar Hreggviðsson gítarleikari, Arnar Karl Ólafsson söngvari og Sigurður Rúnar Ingþórsson trommuleikari skipuðu sveitina þegar hún keppti í Músíktilraunum 1992 en sveitin komst ekki í úrslit tilraunanna. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um sögu…