Fló (1975-77)

Hljómsveit undir nafninu Fló starfaði á Dalvík í um eitt og hálft ár að minnsta kosti um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 en engar upplýsingar liggja fyrir um hana fyrr en um ári síðar en þá voru meðlimir hennar Egill Antonsson söngvari og píanóleikari, Elías Árnason orgelleikari, Einar…

Grunaðir um tónlist (1991-95)

Keflvíska hljómsveitin Grunaðir um tónlist starfaði um árabil á tíunda áratug síðustu aldar og var um tíma nokkuð virk í spilamennskunni, bæði á heimaslóðum í Keflavík og á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar sem var líklega stofnuð haustið 1991, voru þeir Svanur Leó Reynisson gítarleikari og söngvari, Sveinn Björgvinsson (Svenni Björgvins) gítarleikari og söngvari einnig, Júlíus Jónasson…

Babýlon (1997)

Hljómsveitin Babýlon (Babylon) starfaði í nokkra mánuði árið 1997, og lék þá á öldurhúsum Reykjavíkur. Sveitina skipuðu Júlíus Jónasson söngvari, Hilmar J. Hauksson söngvari og hljómborðsleikari og Sævar Árnason gítarleikari. Babýlon kom fyrst fram í upphafi árs 1997 og starfaði eitthvað fram eftir hausti.