Hinir átta (1938-39)

Söngflokkur starfaði á Akureyri seint á fjórða áratug síðustu aldar undir nafninu Hinir átta, að öllum líkindum var um tvöfaldan karlakvartett að ræða eftir nafni hans að dæma þrátt fyrir að í einni heimild sé talað um kvartett. Hinir átta sungu í fáein skipti á opinberum vettvangi, annars vegar á tónleikum Kantötukórs Akureyrar haustið 1938…

Tónlistarbandalag Akureyrar [félagsskapur] (1945-)

Tónlistarbandalag Akureyrar var stofnað í því skyni að efla tónlistarlíf í höfuðstað Norðurlands og koma að stofnun Tónlistarskóla Akureyrar sem enn er starfandi í dag. Það voru Tónlistarfélag Akureyrar, Karlakórinn Geysir, Kantötukór Akureyrar, Lúðrasveit Akureyrar og Karlakór Akureyrar sem komu að stofnun Tónlistarbandalags Akureyrar haustið 1945, m.a. með það að markmiði að stofna tónlistarskóla sem…

Kantötukór Akureyrar (1932-55)

Kantötukór Akureyrar bar á sínum tíma vitni fjölbreytilegs og metnaðarfulls tónlistarlífs á Akureyri, og gaf meira að segja út tvær plötur á fjórða áratugnum. Kórinn var að öllum líkindum fyrsti blandaði kórinn utan höfuðborgarsvæðisins, sem ekki var kirkjukór. Kórinn var stofnaður haustið 1932 af Björgvini Guðmundssyni tónskáldi en hann var þá nýfluttur heim til Íslands…