Haukar [1] (1962-76)

Hljómsveitin Haukar starfaði um árabil norður á Húsavík, um svipað leyti og sveitin var stofnuð var önnur sveit stofnuð sunnan heiða undir sama nafni sem varð til þess að sú norðlenska – sem hér um ræðir var eftirleiðis kölluð Húsavíkur-Haukar til aðgreiningar frá þeirri sunnlensku. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1962 en ekki liggur…

Haukar [4] (1988-89)

Hljómsveitin Haukar var stofnuð á Húsavík haustið 1988 og var sú sveit byggð á grunni hinnar eldri Hauka, Húsavíkur-Hauka sem höfðu starfað löngu fyrr. Hljómsveitin sem líklega varð ekki langlíf lék á dansleikjum eitthvað um veturinn 1988-89 en virðist ekki hafa starfað lengur en það, meðlimir hennar voru þeir Karl Hálfdánarson bassaleikari og Bragi Ingólfsson…

Hanniböl (1973)

Þjóðlagatríó sem bar nafnið Hanniböl var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu í nokkra mánuði árið 1973 en þá um vorið kom það fyrst fram opinberlega í sjónvarpsþætti hjá Lítið eitt. Í kjölfarið kom tríóið eitthvað áfram fram með söngdagskrá um sumarið þar sem það lék að mestu frumsamda texta við eigin lög og annarra, m.a. á Akranesi,…

Rómeó [2] (1987-89)

Hljómsveitin Rómeó frá Húsavík starfaði í að minnsta kosti þrjú ár í lok níunda áratugarins, hún virðist mest hafa spilað á böllum í Þingeyjasýslum. Sveitin var stofnuð 1987 og voru meðlimir hennar bræðurnir Þorvaldur Daði og Kristján Halldórssynir gítarleikarar, Karl Hálfdánarson bassaleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari og Sigurpáll Ísfjörð Aðalsteinsson hljómborðsleikari. Þeir félagar skiptust á að…

Fimm [2] (1984-85)

Hljómsveitin Fimm starfaði á Húsavík veturinn 1984 til 1985, meðlimir þeirrar sveitar voru Sigurður Friðriksson hljómborðsleikari, Leifur Vilhelm Baldursson gítarleikari, Stefán Helgason trommuleikari, Hafliði Jósteinsson söngvari og Karl Hálfdánarson bassaleikari. Sveitin var líklega í sveitaballageiranum og lék aðallega fyrir norðan en allar frekari upplýsingar um hana eru vel þegnar.

Víbrar [1] (1965-72)

Hljómsveitin Víbrar (stundum nefnd Víbrar og Hafliði) starfaði á árunum 1965-70 (ein heimild segir hana hafa starfað til 1972) á Húsavík og lék einkum á heimaslóðum norðanlands. Lengst af var sveitin skipuð þeim Braga Ingólfssyni trommuleikara og söngvara, Birni Gunnari Jónssyni gítarleikara, Þórhalli Aðalsteinssyni orgelleikara, Leifi Vilhelm Baldurssyni bassaleikara og Hafliða Jósteinssyni söngvara. Aðalsteinn Ísfjörð…