Hljómsveit Sveins Ólafssonar (1944 / 1954-59)

Sveinn Ólafsson fiðlu- og saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í kringum miðja síðustu öld en þær voru allar skammlífar og hugsaðar sem skammtímaverkefni. Fyrsta Hljómsveit Sveins Ólafssonar var reyndar starfandi á Akureyri sumarið 1944 á Hótel Norðurlandi, meðlimir þeirrar sveitar voru Jóhannes Þorsteinsson (Jonni í Hamborg) píanóleikari, Karl Karlsson trommuleikari, Guðmundur Finnbjörnsson saxófón- og fiðluleikari, Magnús…

Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar (1949-50)

Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar píanóleikara (einnig stundum nefnd Sextett Steinþórs Steingrímssonar) starfaði í nokkra mánuði veturinn 1949-50 og lék þá líklega eingöngu í Mjólkurstöðinni við Laugaveg, mannabreytingar settu svip á sveitina þann skamma tíma sem hún starfaði. Sveitin var stofnuð um haustið 1949 og kom fyrst fram á dansleikjum í Mjólkurstöðinni í október, meðlimir hennar í…

Hljómsveit Jóhannesar Þorsteinssonar (1944-45)

Hljómsveit Jóhannesar Þorsteinssonar (Jonna í Hamborg) starfaði yfir sumartímann á Hótel Norðurlandi á Akureyri um miðjan fimmta áratug síðustu aldar en sveitin hafði í raun tekið við af hljómsveit Sveins Ólafssonar sem lék á sama stað, öruggar heimildir eru fyrir því að sveitin hafi leikið sumrin 1944 og 45 á hótelinu en hún gæti einnig…

Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Black boys (1941)

Hljómsveitin Black boys var starfrækt sumarið 1941 á Siglufirði en þar var hún húshljómsveit á Hótel Hvanneyri en slíkar hljómsveitir voru algengar á síldarárunum. Meðlimir Black boys voru Karl Karlsson trommuleikari, Gunnar Kristjánsson gítar- og harmonikkuleikari, Haraldur Guðmundsson banjó-, trompet- og fiðluleikari og Róbert Arnfinnsson (síðar leikari) sem lék á harmonikku og píanó.

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar (1954-78 / 1994 )

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil en hann var þekktur og virtur innan „gömlu dansa“ samfélagsins og komu út fjölmargar plötur í nafni Guðjóns og sveita hans, hér er fjallað um hljómsveitir hans eftir því sem heimildir liggja fyrir um þær en óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitirnar eftir því sem við á.…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar (1958-65)

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar var danshljómsveit af gamla skólanum og lék lengstum gömlu dansana í Þórscafé við mjög góðan orðstír en sveitin var talin ein sú besta í þeim geiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1958 og var að mestu skipuð sömu meðlimum allan tímann, þeir voru Tage Muller píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Jóhannes G.…