Stormsveitin [4] (1995)

Óskað er eftir upplýsingum um sönghóp innan Karlakórs Reykjavíkur sem gekk undir nafninu Stormsveitin en um var að ræða lítinn kór sem söng lög af léttara taginu og kom fram á tónleikum og öðrum uppákomum með karlakórnum. Fyrir liggur að Stormsveitin var starfandi 1995 en meira er ekki að finna um sönghópinn.

Sigurður Þórðarson [1] (1895-1968)

Sigurður Þórðarson tónskáld og kórstjórnandi vann mikið og merkilegt starf í íslensku tónlistarsamfélagi um margra áratuga skeið á síðustu öld en hann var m.a. stofnandi og stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur auk þess sem hann samdi fjöldann allan af þekktum lögum og tónverkum. Sigurður fæddist vorið 1895 en hann var frá bænum Söndum í Dýrafirði. Segja má…

Landskórið (1930)

Landskór[ið] var hundrað og fimmtíu manna karlakór sem söng á Alþingishátíðinni 1930. Þessi kór innihélt meðlimi úr kórum innan Sambands íslenskra karlakóra sem þá var nýstofnað. Þessir kórar voru Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Ísafjarðar, Stúdentakórinn (Söngfélag stúdenta), Karlakór KFUM, Karlakórinn Geysir og Karlakórinn Vísir. Sigurður Birkis og Jón Halldórsson önnuðust æfingar og stjórn kórsins. Tveggja laga…