Karlakórinn Ægir [1] (1934-39)

Keflvíski karlakórinn Ægir starfaði í fimm ár á fjórða áratug síðustu aldar. Það mun hafa verið Kristján Guðnason sem stofnaði Ægi haustið 1934 og fékk nýútskrifaðan kennara og síðar bæjarstjóra til að stjórna honum, sá hét Valtýr Guðjónsson og var aðeins tuttugu og þriggja ára gamall þegar kórinn var stofnaður. Karlakórinn Ægir starfaði í fimm…

Karlakórinn Ægir [2] (1949-54)

Tveir karlakórar störfuðu í Bolungarvík undir nafninu Ægir með margra áratuga millibili. Saga þess fyrri, sem hér er til umfjöllunar, er nokkuð óljós. Svo virðist sem í einhverjum tilfellum sé karlakórinn Ægir talinn vera sami kór og einnig hefur verið kallaður Karlakór Bolungarvíkur (1935-49), í öðrum tilfellum er saga Ægis sögð hefjast 1949 í beinu…

Karlakórinn Ægir [3] (1979-87)

Karlakórinn Ægir hinn síðari í Bolungarvík, starfaði á árunum frá 1979 og líkast til allt til 1987, síðustu árin hafði hann sameinast Karlakór Ísafjarðar en starfaði jafnframt sem sjálfstæð eining. Kórarnir tveir mynduðu síðar ásamt Karlakór Þingeyrar, Karlakórinn Erni sem enn lifir góðu lífi á Vestfjörðum. Ægir var stofnaður 1979 og fékk sama nafn og…

Karlakór Bolungarvíkur (1935-49)

Karlakór Bolungarvíkur starfaði um skeið í Bolungarvík undir stjórn prestsins á staðnum, Páls Sigurðssonar. Sr. Páll Sigurðsson mun hafa verið mikill áhugamaður um sönglistina og var hvatamaður að stofnun kórsins  árið 1935 og stýrði honum allt þar til hann lést 1949. Engar upplýsingar er að finna um stærð Karlakórs Bolungarvíkur en íbúar bæjarins munu hafa…