Illmenni (1983)

Hljómsveitin Illmenni starfaði í skamman tíma haustið 1983. Sveitin gekk fyrst í stað undir nafninu Amen en breytti síðan nafni sínu í Illmenni. Meðlimir Illmenna voru Sverrir Stormsker söngvari og hljómborðsleikari, Kjartan Kjartansson trommuleikari og Bragi Ólafsson bassaleikari. Illmenni stefndu að plötuupptöku en af þeim varð ekki.

Púngó og Daisy (1981-82)

Rokksveitin Púngó og Daisy var skipað þeim Skúla Gautasyni (Sniglabandið) söngvara og bassaleikara, Kjartani Kjartanssyni trommuleikara, Veturliða Óskarssyni gítarleikara og Kristjáni Valssyni ásláttarleikara, og lét að sér kveða sumarið 1982 á Melarokki og í hljómsveitakeppninni í Atlavík um verslunarmannahelgina. Sveitin var stofnuð 1981 í Reykjavík og starfaði í u.þ.b. ár.

Svefngalsar – Efni á plötum

Svefngalsar – Spilduljónið Útgefandi: Blaðstíft aftan Útgáfunúmer: BA 001 Ár: 1986 1. Sveitavargur 2. Þú ert stúlkan 3. Réttar vísur 4. Tilbrigði um nótt 5. Það rignir í Reykjavík 6. Strammaðu þig af 7. Obbosí 8. Þorgeirsboli 9. Alfa laval 10. Íslandsóð Flytjendur Eggert Þorleifsson – klarinetta Níels Ragnarsson – hljómborð og raddir Stefán S. Stefánsson – saxófónn…