Gabríel [1] (1980-82 / 2002-03)

Ísfirska hljómsveitin Gabríel starfaði í nokkur ár og var þá öflug í ballspilamennskunni á Vestfjörðum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 á Ísafirði og voru Guðmundur Hjaltason söngvari og Kristinn Níelsson gítarleikari þar fremstir í flokki, aðrir meðlimir voru Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Hólmgeir Baldursson trommuleikari og Þorsteinn Bragason bassaleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson mun hafa tekið við…

Ýr (1973-78)

Ísfirska hljómsveitin Ýr varð ein fyrst rokksveita af landsbyggðinni til að gefa út plötu en þekktust er hún líklega fyrir framlag sitt, Kanínuna, sem Sálin hans Jóns míns gerði síðar sígilt. Ýr var stofnuð á Ísafirði haustið 1973 og voru stofnmeðlimir sveitarinnar Hálfdan Hauksson bassaleikari (B G & Ingibjörg), Guðmundur Þórðarson gítarleikari, Rafn Jónsson (Rabbi)…

Allsherjarfrík (1982-83)

Allherjarfrík var pönksveit, starfandi á Ísafirði snemma á níunda áratug liðinnar aldar. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðlimir hennar voru 1982 þeir Kristinn Níelsson gítarleikari, Bjarni (Brink) Brynjólfsson söngvari (síðar ritstjóri Séð & heyrt), Guðmundur Hjaltason bassaleikari og Sigurður G. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin átti efni á safnsnældunni Ísfirskar nýbylgjugrúbbur (1983).