Smellir [2] (1995)

Dúettinn Smellir starfaði um skamman tíma árið 1995 en það var skipað þeim Kristni Rósantssyni söngvara og hljómborðsleikara og Mark Brink söngvara og gítarleikara en sá síðarnefndi hafði fáeinum árum fyrr starfað með hljómsveit undir sama nafni. Smellir störfuðu sem fyrr segir í skamman tíma.

Sín (1990-2017)

Hljómsveitin Sín er líklega með langlífari pöbbasveitum landsins en hún starfaði í ríflega 25 ár. Það er mörkum þess að hægt sé að kalla Sín hljómsveit því hún var í raun dúett sem bætti við sig söngvurum eftir hentugleika, yfirleitt söngkonum þannig að meðlimir hennar töldu aldrei fleiri en þrjá. Sín kom fyrst fram á…

Trió ´72 (1972-93)

Tríó ´72 starfaði í um tvo áratugi undir styrkri stjórn Bjarna Sigurðssonar harmonikkuleikara frá Geysi en það gekk einnig undir nöfnunum Tríó ´87, Tríó ´88 og Tríó ´92 eftir auglýsingum hvers tíma fyrir sig að dæma. Bjarni Sigurðsson stofnaði sveitina 1972 og lék sjálfur á harmonikku og bassa en með honum í byrjun voru Grétar…

Tilfinning (1971-72 / 1973-74)

Saga hljómsveitarinnar Tilfinningar er eilítið flókin en hún skiptist í þrjú tímaskeið. Fyrsta skeið sveitarinnar spannaði um eitt ár en Tilfinning var stofnuð sumarið 1971 í aðdraganda hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli þá um verslunarmannahelgina en þar tók sveitin þátt. Engar sögur fara af árangri sveitarinnar í Húsafelli en hún starfaði í um eitt…