Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar (um 1960-64 / 1998-2000)

Þorsteinn Eiríksson (oft kallaður Steini Krupa) var kunnur trommuleikari og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni. Á sínum yngri árum voru það danshljómsveitir sem hann stjórnaði en síðar léku sveitir hans aðallega djasstónlist. Elstu heimildir um hljómsveit undir nafninu Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar eru frá árinu 1956 en þá lék sveit hans síðla sumars á FÍH dansleik…

Hljómsveit Kristjáns Jónssonar (1970)

Vorið 1970 var hljómsveit sem að öllum líkindum lék gömlu dansana, starfandi undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Jónssonar en hún lék á veitingastaðnum Skiphóli í Hafnarfirði um það leyti. Hér vantar allar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan og annað sem heima ætti í þessari umfjöllun en hugsanlegt er að hér sé að ræða trompetleikarann Kristján Jónsson…

Hjólið (1975-78)

Hljómsveitin Hjólið frá Akureyri lék á dansleikjum nyrðra um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, sveitin varð svo fræg að koma tveimur lögum inn á safnplötu en hlaut þó enga sérstaka athygli fyrir það. Hjólið var stofnuð haustið 1975 og virðist sem meðlimaskipan hafi allan tímann verið sú sama meðan sveitin starfaði, Matthías Henriksen…

Steinaldarmenn [1] (1972-73)

Snemma á áttunda áratugnum var starfrækt hljómsveit í Suður Þingeyjarsýslu sem gekk undir nafninu Steinaldarmenn, fyrir liggur að sveitin var starfandi veturinn 1972 til 73 og spilaði hún þá víðs vegar um norðanvert landið, hún gæti þó hafa verið starfandi um lengri tíma. Meðlimir Steinaldarmanna voru þeir Kristján Einar Kristjánsson harmonikkuleikari, Baldvin Einarsson orgel- eða…

Tríó Kristjáns Jónssonar (1970)

Tríó Kristjáns Jónssonar lék um tíma í Blómasal Hótel Loftleiða árið 1970. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hverjir skipuðu hana auk Kristjáns en hér er giskað á að um sé að ræða Kristján Jónsson trompetleikara. Nánari upplýsingar óskast um þetta tríó.

Jamaica (1978-82)

Hljómsveitarnafnið Jamaica er eins fjarri því að vera norðlenskt sem unnt er, en sveit með þessu nafni lék og starfaði um árabil á Akureyri í lok áttunda áratugar síðustu aldar og við upphaf þess níunda. Jamaica var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hjólinu en upphaflega voru líklega í bandinu þeir Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Matthías Henriksen trommuleikari,…

Inflammatory (1992)

Dauðarokkshljómsveitin Inflammatory var ein af þeim öflugri í dauðarokkssenunni upp úr 1990 og keppti í Músíktilraunum 1992, komst þar reyndar í úrslitin. Sveitin ól af sér nokkra tónlistarmenn sem urðu þekktari fyrir annars konar tónlist síðar en dauðarokk en þeir voru aðeins fjórtán og fimmtán ára þegar sveitin kom fram á Músiktilraunum. Meðlimir sveitarinnar þá…