Hljómsveit Kristjáns Ólafssonar (1985)

Árið 1985 annaðist hljómsveit flutning á tónlist á leiksýningu sem Leikfélag Hveragerðis setti á svið, undir nafninu Hljómsveit Kristjáns Ólafssonar en þessi sveit mun einnig hafa leikið á dansleikjum um svipað leyti. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og ekki síst um hljómsveitarstjórann Kristján Ólafsson.

Harmonikufélagið Nikkólína [félagsskapur] (1981-)

Harmonikufélagið Nikkólína hefur starfað í Dölunum um árabil, allt frá árinu 1981. Nikkólína var stofnuð haustið 1981 en aðal hvatamaður að stofnun félagsins var Kristján Ólafsson tónlistarkennari í Dölunum. Félagið gekk reyndar fyrsta árið undir nafninu Harmonikkufélag Dalamanna en nafni þess var breytt í Harmonikufélagið Nikkólína á fyrsta aðalfundi þess haustið 1982. Kristján var jafnframt…

Harmoníkufélag Hveragerðis [félagsskapur] (1983-95)

Harmonikkufélag var starfrækt í Hveragerði í liðlega áratug undir nafninu Harmoníkufélag Hveragerðis, nafni þess var reyndar eftir nokkurra ára starfsemi breytt í Harmoníkuunnendur Hveragerðis en hér verður umfjöllunin undir fyrra nafninu. Það mun hafa verið Kristján Ólafsson sem var aðal hvatamaður að stofnun Harmoníkufélags Hveragerðis haustið 1983 en hann var jafnframt fyrsti formaður félagsins. Félagið…

Spaugstofan (1985-)

Grínhópinn Spaugstofuna þekkja flestir Íslendingar enda hafa þeir skemmt landsmönnum með einum eða öðrum hætti í gegnum miðla eins og sjónvarp, útvarp og Internetið ásamt því að hafa sett leiksýningar og skemmtidagskrár á svið og gefið út plötur. Upphaf Spaugstofunnar má rekja til sumarsins 1985 þegar Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson voru fengnir til…

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps (1989-2002)

Skólahljómsveit Mýrdalshrepps var starfrækt við tónlistarskólann í Vík í Mýrdal um nokkurra ára skeið fyrir og um síðustu aldamót, rétt um öld eftir að lúðrasveit starfaði þar í bæ í fyrsta sinn. Sveitin, sem var alla tíð nokkuð fjölmenn og innihélt á milli 20 og 30 meðlimi sem þykir gott í svo litlu samfélagi, mun…

Skólahljómsveit Hveragerðis (1977-95)

Skólahljómsveit Hveragerðis var starfrækt um árabil innan grunnskólans í Hveragerði og var fastur liður í menningarlífi bæjarins, lék við ýmis tækifæri innan grunnskólans, í kirkjustarfinu og þegar kveikt var á jólatréi þeirra Hvergerðinga við upphaf aðventu, þá lék sveitin við ýmis einstök tilefni eins og t.d. við vígslu Hótels Arkar árið 1986 og fór að…