Söngfélag Langnesinga (1875-78)

Söngfélag var starfrækt norður á Langanesi á árunum 1875 til 78 að minnsta kosti en ekki liggur fyrir hvert nafn félagsskaparins var, hér er það kallað Söngfélag Langnesinga. Söngfélagið fór fljótlega að beita sér fyrir bættum söng í Sauðaneskirkju og safnaði svo fyrir orgeli í kirkjuna, forsvarsmenn kórsins munu hafa verið lítt fróðir um slíkan…

Ógn og skelfing (1985)

Hljómsveitin Ógn og skelfing starfaði á Langanesi, hugsanlega Þórshöfn, árið 1985. Sveitin var tríó og voru meðlimir hennar Steinbjörn Logason bassaleikari, Tryggvi Kristjánsson trommuleikari (d. 1989) og Helgi Mar Árnason söngvari. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort Helgi lék á hljóðfæri en það hlýtur að teljast ósennilegt að sveitin hafi einungis innihaldið bassa- og trommuleikara.…

Gomez (1985)

Gomez var hljómsveit af Langanesi, starfandi 1985 og flutti mestmegnis efni annarra tónlistarmanna. Meðlimir sveitarinnar voru Steinbjörn Logason bassaleikari, Tryggvi Kristjánsson söngvari, Kári Ásgrímsson trommuleikari og Guðni Hólmar Kristinsson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hversu lengi Gomez starfaði.