Hljómsveitakeppnin á Laugum [tónlistarviðburður] (1986)

Hljómsveitakeppni var meðal skemmtiatriða á útihátíð sem haldin var á Laugum í Reykjadal um verslunarmannahelgina 1986 en slíkar hljómsveitakeppnir höfðu notið mikilla vinsælda á Atlavíkurhátíðunum sem haldnar voru á árunum 1982 til 1985. Sex sveitir tóku þátt í hljómsveitakeppninni en vopnfirsk sveit, Guð sá til þín vonda barn bar sigur úr býtum – sveitin mun…

Stælar [3] (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt að Laugum í Reykjadal af ungum tónlistarmönnum sem síðar áttu eftir að feta frægðarbrautina í tónlistinni, þar voru á ferð bræðurnir Vilhelm Anton (Villi naglbítur) og Kári Jónssynir og Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi) sem síðar gerðu garðinn frægan í hljómsveitum eins og 200.000 naglbítum og Skálmöld, en ein heimild…

Skólakór Héraðsskólans á Laugum (1933-76)

Héraðsskólinn að Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu starfaði á árunum 1925-88 en þá hlaut hann nafnið Framhaldsskólinn á Laugum. Kórsöngur var iðkaður lengi undir handleiðslu söngkennara skólans. Engar upplýsingar er að finna um söngkennslu eða kórsöng innan héraðsskólans á fyrstu starfsárum hans en árið 1933 kom Páll H. Jónsson til starfa og kenndi þá m.a.…

Skólakór Húsmæðraskólans á Laugum (1931-74)

Skólakórar voru starfræktir við Húsmæðraskólann á Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu en upplýsingar um þá eru af skornum skammti. Húsmæðraskólinn að Laugum starfaði á árunum 1929-85 (síðustu árin undir nafninu Hússtjórnarskólinn á Laugum) og störfuðu kórar við skólann að minnsta kosti annað slagið undir stjórn söngkennara. Þannig mun hafa verið starfandi kór við skólann veturinn…

Frænka hreppstjórans (1990-2005)

Hljómsveit að nafni Frænka hreppstjórans starfaði um alllangt skeið að Laugum í Reykjadal þar sem hjónin Björn Þórarinsson skólastjóri tónlistarskólans á staðnum og Sigríður Birna Guðjónsdóttir tónlistarkennari bjuggu. Þau höfðu áður starfað með fjölda hljómsveita á Suðurlandi. Sveitin var stofnuð í árslok 1990 og var í upphafi tríó þeirra hjóna og Ólafs Arngrímssonar skólastjóra grunnskólans…