The Gæs (1994-98)

Hljómsveitin The Gæs var nokkuð sérstök en hún var skipuð þekktum knattspyrnumönnum í Vestmannaeyjum sem þá léku í efstu deild. Sveitin kom fyrst fram á lokahófi ÍBV haustið 1994 og voru meðlimir hennar þá Rútur Snorrason hljómborðsleikari, Heimir Hallgrímsson (síðar landsliðsþjálfari) trommuleikari, Sigurður Gylfason söngvari og gítarleikari og Steingrímur Jóhannesson bassaleikari. The Gæs kom fram…

Bambinos (1996-2007)

Hljómsveitin Bambinos starfaði í um áratug í kringum síðustu aldamót en sveitin lék einkum á minni samkomum s.s. árshátíðum og afmælum. Uppistaðan í sveitinni upphaflega voru læknar á Landspítalanum. Bambinos var stofnuð haustið 1996 í því skyni að leika í fimmtugs afmæli og voru upphafsmeðlimir læknarnir og söngvararnir Þórólfur Guðnason gítarleikari og Viðar Eðvarðsson tenórsaxófónleikari,…

Vinir Óla (1992-2000)

Dixielandsveitin Vinir Óla starfaði á tíunda áratug síðustu aldar í tæpan áratug en ekki er loku fyrir skotið að hún hafi starfað lengur. Sveitin var skilgetið afkvæmi eins og það var orðað eða angi af Lúðrasveit Vestmannaeyja og eins og með fleiri slíka anga eru skilgreiningar á slíkri sveit ekki alltaf á hreinu, stundum nefnd…

Viggó tinnitus (1996)

Hljómsveitin Viggó tinnitus starfaði í Vestmannaeyjum árið 1996 í nokkra mánuði. Meðlimir hennar voru Þröstur Jóhannsson bassaleikari, Birgir Hrafn Hafsteinsson hljómborðs- og gítarleikari, Ívar Bjarklind söngvari, Gísli Elíasson trommuleikari og Leifur Geir Hafsteinsson gítarleikari.