Helgi Hermannsson (1948-)

Helgi Hermannsson var lengi vel tengdur hljómsveitarnafninu Logar en í seinni tíð hefur hann verið þekktari sem þjóðlagatónlistarmaður, hann hefur starfað við tónlist nánast alla sína tíð og komið þar víða við sögu. Helgi Hermannsson fæddist í Reykjavík árið 1948 og er því ekki Vestmannaeyingur frá blautu barnsbeini eins og margir kynnu að ætla. Hann…

Syndir feðranna [3] (2004)

Hljómsveitin Syndir feðranna var líkast til sett saman fyrir eina kvöldstund, afmælishátíð hljómsveitarinnar Loga frá Vestmannaeyjum þegar hún fagnaði 40 ára afmæli sínu. Syndir feðranna var skipuð sonum meðlima Loga og kom fram óvænt á tónleikunum, hana skipuðu þeir Arnþór Henrysson bassaleikari, Jónas Hermannsson söngvari, Ólafur Guðlaugsson gítarleikari, Davíð Helgason gítarleikari og Haraldur Bachmann trommuleikari.

Skuggar [6] (1964)

Í Vestmannaeyjum starfaði um skamman tíma hljómsveit sem bar nafnið Skuggar, rétt eins og hljómsveit sem einn meðlima sveitarinnar, Grétar Skaptason gítarleikari hafði starfað með í Keflavík nokkru áður. Aðrir liðsmenn Skugga voru þeir Helgi Hermannsson söngvari og gítarleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Henry Ágúst Åberg Erlendsson bassaleikari. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð snemma…

Logar (1964-)

Hljómveitin Logar var stofnuð 1964 af meðlimum annarrar sveitar, Skugga frá Vestmannaeyjum en þeir voru Helgi Hermannsson söngvari, Henry A. Erlendsson bassaleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Grétar Skaptason gítarleikari (d. 1979), Guðni Þ. Guðmundsson harmonikku- og orgelleikari (síðar organisti) mun einnig hafa verið meðal stofnmeðlima og leikið með sveitinni fyrsta hálfa árið. Auk þeirra bættist…

Logar – Efni á plötum

Logar – Minning um mann / Sonur [ep] Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 007 Ár: 1973 1. Minning um mann 2. Sonur minn Flytjendur Hermann Ingi Hermannsson – raddir Helgi Hermannsson – raddir og gítar Henry Erlendsson – bassi Ólafur Bachmann – söngur og trommur Guðlaugur Sigurðsson – hljómborð Logar – …mikið var… Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer:…