Hljómar [1] (1963-69 / 1973-74 / 2003-08)

Hljómsveitin Hljómar frá Keflavík er án nokkurs vafa allra stærsta hljómsveitarnafn íslenskrar tónlistarsögu, sveitin starfaði undir því nafni í raun ekki nema í sex eða sjö ár samtals og lengst um tvö ár samfleytt en ól af sér fleiri sveitir eins og Thor‘s Hammer, Trúbrot og Lónlí blú bojs sem allar urðu risastór nöfn í…

Eilífðarbræður (1975)

Eilífðarbræður voru ekki til sem hljómsveit heldur var þarna um að ræða hliðarspor Rúnars Júlíussonar og Hljóma/Lónlí blú bojs. Eilífðarbræður áttu tvö lög á safnplötunni Eitthvað sætt sem kom út 1975, tvö lög sem Everly brothers (sem nafnið Eilífðarbræður er einmitt hljóðlíking/þýðing af) höfðu gert vinsælt en voru þarna með íslenskum textum Rúnars. Annað lagið,…

Rúnar Júlíusson (1945-2008)

Guðmundur Rúnar Júlíusson (f. 1945) er líklega einn fremsti tónlistarmaður Íslendinga í gegnum tíðina. Hann er fæddur og uppalinn í Keflavík og á sínum yngri árum stóð val hans milli tónlistar og knattspyrnu en hann valdi fyrri kostinn og sér væntanlega ekki eftir því, hann sneri þó ekki alveg bakinu við knattspyrnuna. Það er e.t.v.…