Hreggviður Jónsson [1] (1909-87)

Hreggviður Jónsson gegndi mikilvægu hlutverki í lúðrasveitastarfi Vestmannaeyinga um áratuga skeið, bæði sem tónlistarmaður og ekki síður í félagsstarfinu. (Guðjón) Hreggviður Jónsson var fæddur í Vestmannaeyjum sumarið 1909 og kenndi sig við bæinn Hlíð í Eyjum. Hann var á unglingsaldri þegar hann hóf að leika með Lúðrasveit Vestmannaeyja sem starfaði á árunum 1925 til 1931…

Hornaflokkur Vestmannaeyja (1904-09 / 1911-16)

Saga lúðrasveita í Vestmannaeyjum er býsna löng en þar hafa verið starfandi ótal lúðrasveitir í gegnum tíðina með mislöngum hléum inni á milli. Fyrst slíka sveit sinnar tegundar í Eyjum var stofnuð í upphafi 20. aldarinnar og starfaði í um tólf ár, reyndar þó ekki alveg samfleytt. Það var Brynjólfur Sigfússon sem átti heiðurinn að…

Hljómskálinn í Vestmannaeyjum [tónlistartengdur staður] (1928-)

Í Vestmannaeyjum stendur hús sem enn í dag gengur undir nafninu Hljómskálinn þrátt fyrir að hafa verið nýtt sem íbúðarhúsnæði nær alla tíð, nafngiftin kemur til af því að húsið var byggt sem æfinga- og tónleikastaður Lúðrasveitar Vestmananeyja. Lúðrasveitir hafa margoft verið starfandi í Vestmannaeyjum allt frá aldamótunum 1900 þótt ekki hafi það verið samfleytt.…

Hjálmar Guðnason (1940-2006)

Hjálmar Guðnason trompetleikari var mikilvægur póstur í tónlistarlífi Vestmannaeyinga en auk þess að vera trompetleikari kenndi hann tónlist og stjórnaði lúðrasveitum í Eyjum, þá var hann einnig virkur í samfélagi Betel safnaðarins og stýrði þar margs konar söngstarfi auk annars. Hjálmar var fæddur í Vestmannaeyjum haustið 1940 og bjó þar alla ævi, fyrst á Vegamótum…

Stefán Sigurjónsson (1954-2022)

Tónlistarmaðurinn og skósmiðurinn Stefán Sigurjónsson (eða Stebbi skó eins og hann er kallaður í Eyjum) var öflugur í tónlistarstarfinu í Vestmannaeyjum um árabil en hann stjórnaði þar Lúðrasveit Vestmannaeyja, kenndi við tónlistarskólann og stýrði honum reyndar einnig um tíma en hann vann jafnframt einnig að ýmsum félagsmálum í Eyjum. Stefán fæddist í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu…

Vinir Óla (1992-2000)

Dixielandsveitin Vinir Óla starfaði á tíunda áratug síðustu aldar í tæpan áratug en ekki er loku fyrir skotið að hún hafi starfað lengur. Sveitin var skilgetið afkvæmi eins og það var orðað eða angi af Lúðrasveit Vestmannaeyja og eins og með fleiri slíka anga eru skilgreiningar á slíkri sveit ekki alltaf á hreinu, stundum nefnd…

Rondo (1979)

Lítil brasssveit innan Lúðrasveitar Vestmannaeyja gekk undir nafninu Rondo árið 1979. Hvergi er að finna upplýsingar um hversu margir skipuðu þessa sveit eða hversu lengi hún starfaði.