Hreggviður Jónsson [1] (1909-87)
Hreggviður Jónsson gegndi mikilvægu hlutverki í lúðrasveitastarfi Vestmannaeyinga um áratuga skeið, bæði sem tónlistarmaður og ekki síður í félagsstarfinu. (Guðjón) Hreggviður Jónsson var fæddur í Vestmannaeyjum sumarið 1909 og kenndi sig við bæinn Hlíð í Eyjum. Hann var á unglingsaldri þegar hann hóf að leika með Lúðrasveit Vestmannaeyja sem starfaði á árunum 1925 til 1931…





