Bananas (1995)

Hljómsveitin Bananas starfaði í nokkra mánuði árið 1995 en hún var þá stofnuð upp úr annarri sveit, Viridian green. Bananas var stofnuð sumarið 1995 og lék þá í nokkur skipti opinberlega fram á haustið, meðlimir hennar voru Kristinn Rúnar Ingason trommuleikari, Sigurjón Georg Ingibjörnsson gítarleikari, Magnús Guðnason bassaleikari, Haraldur Unnar Guðmundsson gítarleikari og Karl Bjarni…

Dystophia (1992)

Reykvíska dauðarokkssveitin Dystophia var ein þeirra sveita sem þátt tóku í dauðarokksenunni upp úr 1990. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1992 og var þá skipuð þeim Eiríki Guðjónssyni gítarleikara, Herbert Sveinbjörnssyni trommuleikara, Magnúsi Guðnasyni bassaleikara og Aðalsteini Aðalsteinssyni gítarleikara, sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar.