Hljómsveit Stefáns Gíslasonar (2009-15)

Tónlistarmaðurinn og kórstjórnandinn Stefán R. Gíslason á Sauðárkróki starfrækti hljómsveit í eigin nafni að minnsta kosti tvívegis fyrr á þessari öld, annars vegar í tengslum við sönglagakeppni Sæluvikunnar á Sauðárkróki árið 2009 þar sem sveit hans lék undir söng keppenda – hins vegar á tónleikum í Miðgarði haustið 2015 þar sem barnatónlist var í fyrirrúmi.…

Umrót (1978-81)

Litlar heimildir er að hafa um hljómsveitina Umrót en hún var starfrækt á Sauðárkróki á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Margeir Friðriksson bassaleikari, Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Kjartan Erlendsson gítarleikari, Lárus Sighvatsson saxófónleikari og Stefán R. Gíslason hljómborðsleikari. Veturinn 1980-81 tók Ægir Ásbjörnsson sæti Lárusar saxófónleikara og Ingimar Jónsson (Upplyfting) tók…

Týról (1982-86)

Hljómsveitin Týról frá Sauðárkróki var nokkuð öflug á ballmarkaðnum norðanlands á níunda áratugnum og var fastur gestur á Sæluvikuhátíð Sauðkræklinga, svo fátt eitt sé nefnt. Týról var stofnuð í ársbyrjun 1982 og starfaði að líkindum í fjögur ár, meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Ægir Ásbjörnsson söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari, Eiríkur Hilmisson gítarleikari, Margeir…