Skólakór Tónlistarskóla Kópavogs (1969-77)

Kór var starfandi við Tónlistarskóla Kópavogs um nokkurra ára skeið á áttunda árataug liðinnar aldar en skólinn hafði verið settur á laggirnar haustið 1963. Ekki var um kórastarf að ræða fyrstu ár skólans en það var svo haustið 1969 sem skólakór tók til starfa undir stjórn Margrétar Dannheim. Sá kór starfaði að öllum líkindum undir…

Barnakór Mýrarhúsaskóla [1] (1968-69)

Barnakór var starfandi við Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1969 en engar upplýsingar finnast um það kórastarf nema að Margrét Dannheim var stjórnandi kórsins, líklega hafði kórinn verið starfandi um veturinn. Allar frekari upplýsingar um þennan barnakór eru vel þegnar.

Barnakór Árbæjarkirkju [1] (1992-2004)

Barnakór var starfandi við Árbæjarkirkju á árunum 1992 til 2004 að minnsta kosti, um tíma var um tveggja kóra starf að ræða – yngri og eldri deild. Hann gekk ýmist undir nafninu Barnakór Árbæjarkirkju eða Barnakór Árbæjarsóknar. Áslaug Bergsteinsdóttir var fyrsti stjórnandi kórsins en Guðlaugur Viktorsson og Sigrún Steingrímsdóttir stjórnuðu honum lengst af eða allt…