Afmælisbörn 1. febrúar 2025

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Curver sem á sínum tíma kallaði sig „trúbador framtíðarinnar“ hefur mestmegnis starfað í hljóðverum hin síðari ár en áður sendi hann frá sér fjölmargar plötur (og kassettur), t.a.m. „mánaða-plöturnar“ og plötuna Sjö. Hann hefur…

Hljómsveit Örvars Kristjánssonar (1972-98)

Harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson starfrækti hljómsveitir um árabil í eigin nafni og mætti skipta þeim í tvennt, annars vegar þær sem hann var með norður á Akureyri – hins vegar þær sem störfuðu fyrir sunnan. Fyrsta hljómsveit Örvars starfaði einmitt á Akureyri og mun hafa tekið til starfa haustið 1969 sem tríó, sveitin lék eitthvað til…

Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar (1963-2003)

Hljómsveitir voru starfandi í marga áratugi undir stjórn harmonikkuleikarans Vilhelms Guðmundssonar (Villa á Karlsá) og voru þær ýmis kallaðar Hljómsveit Villa á Karlsá, Hljómsveit Vilhelms Guðmundssonar eða Villi á Karlsá og félagar. Vilhelm Jónatan Guðmundsson hafði leikið á dansleikjum á heimaslóðum í Svarfaðardalnum um árabil ýmis einn eða með danshljómsveitum og árið 1963 virðist hann…

Hljómsveit Sigmundar Júlíussonar (1973-74)

Sigmundur Júlíusson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum en hún var húshljómsveit í Þórscafe frá því um vorið 1973 fram á haustið 1974. Engar frekari upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar fyrir utan að Sigmundur lék á harmonikku en Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý Jóhanns) söng með sveitinni líklega mest allan tímann…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] (1978-92)

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar bankamanns lék fyrir gömlu dönsunum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið frá því undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og fram á þann tíunda en dansleikir sveitarinnar voru kjörinn félagslegur vettvangur fyrir þá sem komnir voru af allra léttasta skeiðinu. Jón Sigurðsson sem hér er um rætt var yfirleitt kallaður Jón í bankanum eða…

H.G. kvartett [2] (1974-77)

Hljómsveit sem bar nafnið H.G. kvartett starfaði um nokkurra ára skeið (á árunum 1974 til 77) sem húshljómsveit í Ingólfscafé þar sem hún lék gömlu dansana. Meðlimir H.G. kvartettsins voru þeir Hreiðar Guðjónsson trommuleikari sem var hljómsveitarstjóri og sá sem skammstöfun sveitarinnar vísar til, Þorvaldur Björnsson píanóleikari og Jón Sigurðsson (Jón í bankanum) harmonikkuleikari en…

Afmælisbörn 1. febrúar 2022

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Curver sem á sínum tíma kallaði sig „trúbador framtíðarinnar“ hefur mestmegnis starfað í hljóðverum hin síðari ár en áður sendi hann frá sér fjölmargar plötur (og kassettur), t.a.m. „mánaða-plöturnar“ og plötuna Sjö. Hann hefur…

Afmælisbörn 1. febrúar 2021

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Curver sem á sínum tíma kallaði sig „trúbador framtíðarinnar“ hefur mestmegnis starfað í hljóðverum hin síðari ár en áður sendi hann frá sér fjölmargar plötur (og kassettur), t.a.m. „mánaða-plöturnar“ og plötuna Sjö. Hann hefur…

Gustar (1992)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Gustar og var líklega í gömlu dönsunum, allavega var sveitin húshljómsveit í Ártúni sumarið 1992. Söngvarar með sveitinni voru Trausti [?] og Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu Gusta.

Afmælisbörn 1. febrúar 2020

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Curver sem á sínum tíma kallaði sig „trúbador framtíðarinnar“ hefur mestmegnis starfað í hljóðverum hin síðari ár en áður sendi hann frá sér fjölmargar plötur (og kassettur), t.a.m. „mánaða-plöturnar“ og plötuna Sjö. Hann hefur…

Mattý Jóhanns (1942-)

Söngkonan Mattý Jóhanns söng í áratugi með hljómsveitum á skemmtistöðum borgarinnar sem sérhæfðu sig í gömlu dönsunum, það er ekki ofsögum sagt að hægt sé að titla hana drottningu gömlu dansanna. Mattý (Matthildur Jóhannsdóttir) fæddist árið 1942 og bjó lengi í Mosfellssveitinni þar sem hún ólst upp en hún er yngri systir Margrétar Helgu Jóhannsdóttur…

Tríó Þorvaldar (1957 / 1981-2001)

Tríó Þorvaldar var starfandi í áratugi en það spilaði mestmegnis danstónlist og gömlu dansana. Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari frá Torfastöðum á Fljótsdalshéraði var fyrst með tríó í eigin nafnið sumarið 1957 en þá voru ásamt honum í sveitinni þeir Páll Sigfússon trommuleikari og Önundur Magnússon klarinettuleikari. Þeir félagar léku þá á böllum í sveitinni og þótt…

Þristar (1978-81)

Fáar heimildir er að hafa um gömludansahljómsveitina Þrista en samkvæmt auglýsingum fjölmiðla var sveitin starfandi a.m.k. á árunum 1978-81 en höfuðvígi hennar var þá Lindarbær. Meðlimir Þrista á þeim árum voru Gunnar Páll Ingólfsson söngvari og gítarleikari, Haukur Sighvatsson trommuleikari og Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari. Ein heimild segir Þorvald hafa verið í sveit með þessu nafni…

Perlan [2] (1990-92)

Hljómsveitin Perlan lék á öldurhúsum borgarinnar á árunum 1990-92, sveitin mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum og voru staðir eins og Danshúsið í Glæsibæ aðal vettvangur hennar. Ekki er að finna neinar upplýsingar um meðlimi Perlunnar utan þess að Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) var söngkona sveitarinnar. Perlan sem auglýsti á sínum tíma grimmt þjónustu…

Kátar systur (1967-68)

Söngkvartettinn Kátar systur starfaði í Mosfellssveitinni um tveggja ára skeið 1967-68 og sungu einkum á skemmtunum á heimaslóðum. Um var að ræða fjórar stúlkur úr kirkjukór Lágafellssóknar, þær Hrefna Magnúsdóttir, Ólöf Gísladóttir, Úlfhildur Geirsdóttir og Matthildur Jóhannsdóttir (Mattý Jóhanns) en sú síðast talda lék gjarnan á gítar undir söng þeirra.

Drekar [2] (1975-87)

Drekar var hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum og lék aðallega á dansstöðum borgarinnar um tólf ára skeið á árunum 1975-87. Engar upplýsingar finnast um meðlimi Dreka eða hvort einhver tengsl séu á milli sveitanna tveggja sem báru þetta nafn. Þó liggur fyrir að Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) söng með sveitinni og Hjördís Geirs…

Rekkar [2] (1981)

Rekkar var hljómsveit sem einkum lagði áherslu á gömlu dansana og lék á böllum á höfuðborgarsvæðinu vorið 1981. Söngkonan Mattý Jóhanns kom fram með Rekkum í nokkur skipti en hún var líkast til ekki í sveitinni. Engar upplýsingar finnast um hverjir skipuðu þessa sveit.