Hver er Jónatan? (1998-99)

Hljómsveit sem bar nafnið Hver er Jónatan? starfaði innan Menntaskólans í Reykjavík veturinn 1998-99 og átti tvö lög á árshátíðarplötunni Ríkið í miðið. Ekki liggur fyrir hvort hljómsveitin var starfandi sem slík eða einungis sett saman fyrir þetta verkefni, í nafni sveitarinnar er skírskotað til titils á samnefndu leikriti eftir Francis Durbridge. Meðlimir Hver er…

Söngfélag Latínuskólans (1854-1917)

Kór sá sem hér er kallaður Söngfélag Latínuskólans en gæti allt eins verið kallaður Söngfélag Lærða skólans, Skólakór Latínuskólans, Kór skólapilta í Lærða skólanum eða eitthvað þvíumlíkt, telst vera fyrsti kór landsins og markar því tímamót í íslenskri söng- og kórsögu. Kórinn varð jafnframt fyrstur kóra hérlendis til að syngja opinberlega og að halda tónleika.…

Skólahljómsveitir Menntaskólans í Reykjavík (um 1966-)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um eiginlegar skólahljómsveitir innan Menntskólans í Reykjavík en ljóst er þó að fjölmargar hljómsveitir hafa starfað þar, margar jafnvel nokkuð þekktar. Fyrsta og eina hljómsveitin (sem heimildir finnast um) sem ber nafnið Skólahljómsveit Menntaskólans í Reykjavík var líklega starfandi á árunum 1966 til 68 og mun Magnús Á. Magnússon hafa…

MR kvartett (1952-53)

Veturinn 1952-53 var starfræktur söngkvartett innan Menntaskólans í Reykjavík, meðlimir hans voru Jóhann Guðmundsson, Valdimar Örnólfsson, Árni Björnsson og Ólafur Jens Pétursson en ekki liggja fyrir upplýsingar um raddskipanina. Konráð Bjarnason æfði þá félaga í byrjun en Baldur Kristjánsson tók síðan við því hlutverki, Sigurður Jónsson annaðist yfirleitt undirleik fyrir kvartettinn sem kom fram í…

Pinkowitz (1988-90)

Hljómsveitin Pinkowitz fór ekki hátt á meðan hún starfaði en afrekaði þó að koma við sögu á fjögurra laga plötu sem út kom haustið 1989. Pinkowitz var stofnuð snemma hausts 1988 í Menntaskólanum í Reykjavík og fór ekki mikið fyrir henni, sveitin lék þó í nokkur skipti opinberlega um veturinn 1988-89. Um vorið 1989 var…