Hljómsveit Óskars Ósberg (1946-50)

Hljómsveit Óskars Ósberg (einnig nefnd Danshljómsveit Óskars Ósberg) var þekkt í skemmtanalífinu á Akureyri um miðja síðustu öld en þessi sveit virðist hafa starfað á árunum 1946 til 1950 að minnsta kosti, lék þá víða í samkomuhúsum Akureyrar og var líklega um tíma húshljómsveit á Hótel KEA – sveitin fór einnig til að leika á…

Þungavigtarbandið (?)

Hljómsveit starfandi á Akureyri, líkast til á áttunda áratug liðinnar aldar, gekk undir nafninu Þungavigtarbandið. Meðlimir Þungavigtarbandsins voru Mikael Jónsson trommuleikari (og hugsanlega söngvari), Árni Ingimundarson, Ingvi Rafn Jóhannsson og Hannes Arason, ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri síðast töldu þremenningarnir léku.

Hljómsveit Ingimars Eydal (1953-93)

Hljómsveit Ingimars Eydal er þekktasta hljómsveit Akureyrar fyrr og síðar og skapaði sér mikla sérstöðu á ballmarkaðnum þegar frægðarsól hennar skein hvað hæst á sjöunda og áttunda áratug 20. aldarinnar. Sérstaðan fólst einkum í því að elta ekki tískustrauma bítla og hippa heldur að fara eigin leiðir með blandað prógramm sem fólkið vildi en Ingimar…