Mistök [1] (um 1969)

Hljómsveitin Mistök var skammlíf hljómsveit starfandi í kringum 1969 og lék þá eitthvað í Oddfellow húsinu við Vonarstræti. Meðlimir þessarar sveitar voru Benedikt Torfason söngvari og gítarleikari, Hilmar Kristjánsson gítarleikari, Pétur Pétursson trommuleikari og Þráinn Örn Friðþjófsson bassaleikari.

Mistök [2] (1976-77)

Hljómsveit að nafni Mistök starfaði veturinn 1976-77 í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði og mun hafa verið eins konar skólahljómsveit þar. Meðlimir Mistaka voru þeir Guðjón Ingi Sigurðsson gítarleikari, Hjalti Garðarsson bassaleikari, Viðar Kristinsson gítarleikari, Hilmar Þór Sigurðsson trommuleikari og Óðinn Einisson söngvari, sá síðast taldi starfaði með sveitinni fyrstu mánuðina en hætti síðan. Mistök…

Mistök [3] (1986-90)

Hljómsveitin Mistök starfaði á Húsavík á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar og lék einkum á skóladansleikjum innan skólanna í bænum enda voru meðlimir sveitarinnar á grunnskóla- og menntaskólaaldri. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð haustið 1986 og mun hafa gengið undir öðru nafni í byrjun. Ekki er ljóst hverjir skipuðu sveitina þá en haustið…