Hispurslausi kvartettinn (2000)

Hispurslausi kvartettinn var ekki eiginleg hljómsveit heldur öllu heldur spunasveit sem lék aðeins tvívegis opinberlega og æfði hugsanlega einu sinni fyrir hvort skiptið. Kvartettinn sem reyndar var sextett og gekk einnig undir nafninu Hispurslausi sextettinn (líklega þegar kominn var endanlegur fjöldi meðlima á hana) var skipaður þekktum tónlistarmönnum sem fengnir voru af félagsskapnum Tilraunaeldhúsinu til…

Bag of joys (1992-97)

Breiðholtssveitin Bag of joys var stofnuð haustið 1992 (á einhverju djammi) en byrjaði ekki að æfa fyrr en tveimur árum síðar, og kom reyndar fyrst fram opinberlega vorið 1995 eftir að fyrsta útgáfa hennar kom út en það var spólan Minnir óneitanlega á Grikkland, sem kom út í fjörtíu eintökum snemma árs. Þó svo að…