Vogabandið (um 1994-2011)
Upplýsingar um hljómsveit sem starfar/starfaði í Mývatnssveitinni undir nafninu Vogabandið, eru af skornum skammti en sveitin mun vera eins konar ættarhljómsveit tengd bænum Vogum í sveitinni og hefur hún t.a.m. margoft leikið á ættarmótum tengdum fjölskyldunni, en mótin hafa verið kölluð Gúmmískórinn. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð, fyrstu heimildir um hana er að…

