Vogabandið (um 1994-2011)

Upplýsingar um hljómsveit sem starfar/starfaði í Mývatnssveitinni undir nafninu Vogabandið, eru af skornum skammti en sveitin mun vera eins konar ættarhljómsveit tengd bænum Vogum í sveitinni og hefur hún t.a.m. margoft leikið á ættarmótum tengdum fjölskyldunni, en mótin hafa verið kölluð Gúmmískórinn.

Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð, fyrstu heimildir um hana er að finna frá árinu 1994 en líklega má rekja sögu hennar lengra aftur, upplýsingar skortir einnig um hvort saga hennar sé samfelld en hún starfaði til ársins 2011 að minnsta kosti.

Jakob Stefánsson mun hafa verið bassaleikari sveitarinnar en einnig hafa verið nefndir Leifur Hallgrímsson og Björn Þorláksson, upplýsingar óskast um aðra meðlimi Vogabandsins og hljóðfæraskipan hennar.