Söngfélag Þorlákshafnar [3] (1960-)

Söngfélag Þorlákshafnar (stundum kallað Samkór Þorlákshafnar) er með eldri starfandi blönduðum kórum á landinu en það hefur starfað samfellt frá árinu 1960, aldrei hefur þó komið út plata með kórnum. Það var Ingimundur Guðjónsson (faðir Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara) sem hafði frumkvæðið að stofnun Söngfélags Þorlákshafnar haustið 1960 en Þorlákshöfn var á þeim tíma nýbyggt að…

Pain (1991-94)

Hljómsveitin Pain starfaði við Framhaldsskólann á Laugum á sínum tíma og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar eins og margar aðrar sveitir. Pain, sem að öllum líkindum var dauðarokkssveit var líklega stofnuð haustið 1991 en hún keppti tvívegis í fyrrnefndum Músíktilraunum, 1992 og 93, hún komst þó í hvorugt skiptið í úrslit keppninnar. Meðlimir Pain voru Þráinn…

Zorglúbb (1993)

Zorglúbb úr Reykjavík keppti í Músíktilraunum 1993 en varð ekki ein þeirra sveita til að komast í úrslit keppninnar það árið. Sveitina skipuðu þeir Bragi Valdimar Skúlason gítarleikari, Guðmundur Ingi Gunnarsson gítarleikari, Helgi Guðbjartsson trommuleikari, Örlygur Benediktsson hljómborðsleikari og söngvari og Snorri Hergill Kristjánsson bassaleikari.