Kátir piltar [4] (1983-94)

Kátir piltar úr Hafnarfirði (hinir síðari) komu fram á sjónarsviðið á níunda áratug síðustu aldar og vakti verulega athygli, sérstaklega fyrir lagið Feitar konur en sveitin var í raun fjöllistahópur einstaklinga sem síðar hefur orðið þekktur í íslensku lista- og menningarlífi. Kátir piltar eiga uppruna sinn að rekja til Flensborgarskóla í Hafnarfirði en þar voru…

Omicron (1983-84)

Hljómsveitin Omicron starfaði 1983 og 84 og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983. Hún komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Örn Almarsson gítarleikari, Dagur Hilmarsson bassaleikari, Bergur Helgason trommuleikari og Stefán Gunnarsson hljómborðsleikari. Omicron kom líklega úr Hafnarfirði.