Gloría (1989-97)

Húsvíska hljómsveitin Gloría starfaði um nokkurra ára skeið og fór mikinn á ballmarkaðnum á heimaslóðum, sveitin lék mikið á þorrablótum en einnig mikið á almennum dansleikjum. Gloría sendi frá sér eina plötu. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1989 og voru stofnmeðlimir hennar Víðir Pétursson gítarleikari, Hrannar Pétursson bassaleikari og söngvari, Þráinn M. Ingólfsson gítarleikari og Sigurpáll…

Rómeó [2] (1987-89)

Hljómsveitin Rómeó frá Húsavík starfaði í að minnsta kosti þrjú ár í lok níunda áratugarins, hún virðist mest hafa spilað á böllum í Þingeyjasýslum. Sveitin var stofnuð 1987 og voru meðlimir hennar bræðurnir Þorvaldur Daði og Kristján Halldórssynir gítarleikarar, Karl Hálfdánarson bassaleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari og Sigurpáll Ísfjörð Aðalsteinsson hljómborðsleikari. Þeir félagar skiptust á að…

Rafael (1991-96)

Sveitaballahljómsveitin Rafael frá Húsavík spilaði lengstum á heimaslóðum á tíunda áratug liðinnar aldar og mun meðal annars hafa verið öflug á þorrablótamarkaðnum. Rafael var stofnuð vorið 1991, í upphafi voru Jón Ingólfsson hljómborðsleikari, Örn Sigurðsson söngvari og saxófónleikari, Elvar Bragason gítarleikari og ónefndur bassaleikari í hljómsveitinni. Þórarinn Jónsson trommuleikari bættist í hópinn fljótlega en ekki er…